Heiđmörk
skrvk-banner-virdiheidmerkur.jpg

Eldiviđur

eldividur.jpg
jolabok.jpg
byr_logo.gif
 
 
Jóla- og nýárskveđjur
mánudagur, 22 desember 2014

Skógræktarfélag Reykjavíkur óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

elliðavatn í desember.jpg

 

 
Jólaskógurinn opnar á Hólmsheiđi um helgina
fimmtudagur, 11 desember 2014
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fær þann heiður að
opna Jólaskóginn fyrir höfuðborgarbúa með því að höggva fyrsta tréð klukkan 11.00 laugardaginn 13.desember. Allur ágóði af sölu jólatrjáa rennur til uppbyggingar og viðhalds Heiðmerkur. 
dagur með jólatré Mynd: Hulda Gunnarsdóttir
Það er alltaf mikil stemning þegar fjölskyldan fer saman í Heiðmörk að höggva sitt eigið jólatré. Í ár verður Jólaskógurinn á Hólmsheiði, í nágrenni Heiðmerkur, helgarnar 13.-14.desember og 20.-21.desember frá klukkan 11 til 16.
Hólmsheiði, fara Suðurlandsveg, beygja inn Hafravatnsveg og þar taka svo skilti við sem vísa á Jólaskóginn. kort fyrir jólaskóg og jólamarkað (1).jpg

Jólasveinar koma í heimsókn alla dagana og varðeldur er kveiktur. Boðið verður uppá heitt kakó og jólalög sungin. Sagir og klippur verða til útláns. Einnig eru jólatré seld á Jólamarkaðinum Elliðavatni í Heiðmörk þar sem opið verður allar helgar í aðventu. kl. 11-16. 

þvörusleikir að höggva tré

Íslensk jólatré eru vistvæn. Þau eru ræktuð án eiturefna og eru ekki flutt milli landa. Í staðinn fyrir hvert tré sem er höggvið gróðursetur félagið að minnsta kosti þrjátíu tré.

Frábær dagskrá á Jólamarkaðinum um helgina fyrir alla fjölskylduna, sjá nánar á fésbókarsíðunni Jólamarkaðurinn Elliðavatni.rjóður.jpg

 Áhugasamir áheyrendur í Rjóðrinu síðastliðinn sunnudag.

 
Jólamarkađurinn Elliđavatni 2014
miđvikudagur, 03 desember 2014

  

Jólamarkaðurinn vinsæli á Elliðavatni opnar laugardaginn 29. nóvember og verður opinn allar helgar fram að jólum frá klukkan 11-16.

Mikið úrval af íslensku handverki og hönnun. Á Hlaðinu verða til sölu nýhöggvin íslensk jólatré og þar að auki mikið úrval af tröpputrjánum vinsælu. Einnig eldiviður og viðarkyndlar. 

Markaðurinn

Í Gamla salnum, Hlöðunni og í litlu Jólahúsunum á torginu verður fjölbreyttur hópur handverksfólks sem kynnir vörur sínar og selur.

Markaðurinn býður upp á ekta stemmingu þar sem handverksfólk og hönnuðir kynna og selja sína vörur. Það verður fjölbreytt úrval af fallegu handverki skartgripum, ýmiskonar ullar- og leðurvörum, og einnig má finna gjafir, skreytingar og kræsingar af öllu tagi.

Rithöfundar koma og lesa upp úr nýjum bókum sínum bæði fyrir börn og fullorðna. Jólasveinar koma og heilsa upp á börnin, fara í leiki og syngja. Kórar, harmonikkuleikarar og fleira gott tónlistarfólk hafa séð okkur fyrir fallegum tónum, og svo margt fleira.

Kaffistofan 

Kaffistofan verður niðri í Elliðavatnsbænum þar sem fjölskyldan getur fengið sér hressingu í anda jólanna og átt notalega stund. 

Rjóðrið

Rjóðrið er trjálundur rétt við Elliðavatnsbæinn þar sem hægt er að setjast á bekki kringum logandi varðeld. Barnastundin verður þar klukkan 14 og þá kemur barnabókahöfundur og les upp fyrir börnin.

Jólasveinar koma í heimsókn á markaðinn, og kíkja líka á börnin í rjóðrinu eftir upplesturinn. Þeir syngja og tralla frá 13.30-15.30.

Jólamarkaðurinn á Elliðavatni er dásamlegur staður, til að flýja ys og þys borgarinnar um stund, og til að finna réttu jólastemninguna í friðsælu og fallegu umhverfi.

Munið – það tekur aðeins 15 mínútur að aka frá miðbæ Reykjavíkur að Elliðavatnsbænum í Heiðmörk

Nánari upplýsingar um menningardagskrá Jólamarkaðsins er að finna á fésbókarsíðunni, Jólamarkaðurinn Elliðavatni.

Markaðstréð 2014 skreytt af Gerði Jónsdóttur listakonu.

jólatréð á markaðstorginu.jpg
 
Garđahlynur viđ Sturluhallir Borgartréđ 2014
mánudagur, 24 nóvember 2014

Garðahlynur við Laufásveg 49-51 var útnefnt borgartré ársins 2014 síðastliðinn föstudag og tókst með miklum ágætum. Íslenska auglýsingastofan sem þar er til húsa bauð upp á heitt kakó og jólaglögg, en þau sáu jafnframt um að útbúa skjöldinn fyrir útnefninguna sem er á garðveggnum framan við tréð. Útnefningin er samstarfsverkefni Reykjavíkur og Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Ljósin tendruð

ljósin kveikt.jpg

 

Dagur borgarstjóri og dr. Sturla Friðriksson eigandi borgartrésins 2014 með garðahlyninn í baksýn

dagur og sturla.jpg

 

 

 

 

 

 

 
Borgartréđ 2014 útnefnt í dag kl.17
föstudagur, 21 nóvember 2014

Borgartréð 2014 er garðahlynur við Sturluhallir Laufásvegi 49-51 þar sem Íslenska auglýsingastofan er til húsa. Tréð verður formlega útnefnt við hátíðlega athöfn föstudaginn 21.nóvember. Útnefningin er samstarfsverkefni Reykjavíkur og Skógræktarfélags Reykjavíkur

Hlynurinn við Sturluhallir var gróðursettur árið 1922 og er 10,2 m. á hæð og 2,02 í ummál þar sem bolurinn er sverastur, þetta er einhver krónmesti hlynur á landinu. Króna garðahlynsins er yfirleitt regnhlífalöguð hér á landi.

garðahlynur sturluhallir.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hlynurinn hefur mikið gildi í ræktun í görðum og opnum svæðum. Viður hans er ljós og meðal annars notaður í parket, húsgögn og hljóðfærasmíð, eins og fiðlur enda leiðir hann hljóð óvenju vel. Síróp er gert úr vökva hlynsins og er það töluverður iðnaður í Norður-Ameríku.

Börkurinn grár og sléttur en verður hrufóttur með árunum og þykir mikið augnayndi. Blöðin handsepótt og frekar stór. Haustlitur gulur. Blóm gulgræn í hangandi klösum vinsæl meðal býflugna. Aldinið tvær hnotur með samvöxnum vængjum sem minna á þyrluspaða þegar þær  svífa til jarðar, í miklum vindi geta fræin ferðast nokkur hundruð metra frá móðurtrénu. Þolir mengun, salt og vind þegar hann eldist en er viðkvæmur í uppeldi.

Hvergi á landinu er garðahlynurinn jafn algengur og í Reykjavík og verður hann meira áberandi í borgarlandslaginu með hverju árinu sem líður. Flestir stóru hlynir borgarinnar eru rétt að slíta barnsskónum ef miðað er við þann 500 ára aldur sem hann nær. (Rit Skógræktarfélagsins)

Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, mun útnefna tréð og ljósin tendruð á trénu. Valgeir Guðjónsson flytur lag sitt Tré. Dr. Sturla Friðriksson, eigandi trésins, segir einnig nokkur orð við þetta tilefni, en Sturla ólst upp ólst upp á Laufásvegi 49 og lék sér mikið í garðinum þar sem tréð stendur.

Opin dagskrá hefst kl.17 í garði Laufásvegar 49-51.

 
Fćreyjatrénu fylgt úr hlađi síđastliđinn ţriđjudag
fimmtudagur, 20 nóvember 2014

Hákun Jógvanson Djurhuus ræðismaður Færeyja og Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar komu í Heiðmörk á þriðjudag til að fylgja Færeyjatrénu úr hlaði, og veittu Skógræktarfélagi Reykjavíkur aðstoð sína eftir megni . . . vel heppnuð og skemmtileg stund

 

raedismadur faereyja og forseti borgarstjornar lyfta treHákun og Sóley takast í hendurforseti borgarstjornar, framkvaemdarstjori sr og raedismadur faereyja fyrir framan tred a kerru

 

 
Fćreyjatréđ fellt af borgarstjóra 2014 / Myndir Ómars Óskarssonar ljósmyndara Morgunblađsins
föstudagur, 14 nóvember 2014

 

_scz1831.jpg_scz1840.jpg_scz1880.jpg_scz1882.jpgBorgarstjóri og skógarhöggsmenn leggjast á vogaskálarnarBorgarstjóri búinn að fella FæreyjatréðBorgarstjóri mælir fjarlægðFjarlægð og fallátt reiknuð út

 
Fćreyjatréđ var fellt af borgarstjóra Reykjavíkur í gćr
fimmtudagur, 13 nóvember 2014

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri felldi jólatré hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk sem fært verður íbúum Þórshafnar í Færeyjum að gjöf fyrir þessi jól. Borgarstjóri kom í Heiðmörk klukkan 16.00 og fékk kennslu í skógarhöggi og var honum útvegaður viðeigandi öryggisbúnaður hjá starfsmönnum Skógræktarfélagsins. 

Dagur gaf sér tíma til að heilsa upp á starfsmenn áður en haldið var út í skóg til að fella jólatréð sem tókst með ágætum. 
Tréð sem varð fyrir valinu er 12 metra hátt sitkagreni sem var gróðursett fyrir um hálfri öld.

Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, mun færa Þórshafnarbúum tréð sem flutt verður af Eimskip síðar í mánuðinum en þetta er í annað sinn sem Reykjavíkurborg og Skógræktarfélagið senda Færeyingum jólatré.
 

 

 

imag2180.jpg
 
Bođ - Fréttatilkynning
miđvikudagur, 12 nóvember 2014
 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun fella jólatré hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk sem fært verður íbúum Þórshafnar í Færeyjum að gjöf fyrir þessi jól.
 
Borgarstjóri mun koma í Heiðmörk við Elliðavatnsbæ miðvikudaginn
12. nóvember, í dag, klukkan 16.00 og fá kennslu í skógarhöggi og viðeigandi öryggisbúnað hjá starfsmönnum Skógræktarfélagsins og í kjölfarið fella jólatréð.
 
Tréð hefur verið valið en það er um 12 metra hátt sitkagreni sem var gróðursett fyrir um hálfri öld.
 
Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, mun færa Þórshafnarbúum tréð sem Eimskip flytur síðar í mánuðinum en þetta er í annað sinn sem Reykjavíkurborg og Skógræktarfélagið senda Færeyingum jólatré.
 
Verði áhugi á að koma og sjá þegar borgarstjóri fellir tréð væri best að koma á Elliðavatnsbæinn í Heiðmörk kl 15.45 og vera vísað til vegar þaðan úti í skóg þangað sem tréð er. 

Minn sími er 8644228

Með kveðju
Helgi Gíslason framkvæmdastjóri
Skógræktarfélags Reykjavíkur
 
 
VEL HEPPNAĐ NÁMSKEIĐ Í KRANSAGERĐ
fimmtudagur, 30 október 2014

Skógræktarfélag Reykjavíkur stóð fyrir námskeiði um kransagerð úr náttúrulegum efniviði þann 23.október síðastliðinn. Námskeiðið var haldið í Einars Ben salnum á Elliðavatnsbænum þar sem Steinar Björgvinsson skógfræðingur og blómaskreytir leibeindi þáttakendum á námskeiðinu. Sýnikennsla var í gerð kransa (haustkransa, jólakransa) með efni úr íslenskri náttúru og íslenskum skógum - könglakransar, grenikransar og greinakransar. Þátttakendur fengu tækifæri til að binda sína eigin kransa og notuðu til þess ýmiskonar efnivið eins og greinar, köngla, mosa, hálmkransa og þess háttar. Fallegir og fjölbreyttir kransar litu dagsins ljós.

img_6728.jpg

 

 
Ályktun vegna SÍ og Teigsskógar
föstudagur, 24 október 2014

 

Ályktun stjórnar Skógræktarfélags Reykjavíkur 24. okt. 2014.


Stjórn Skógræktarfélags Íslands ( S.Í. ) hefur nú í annað sinn ályktað um vegagerð í gegnum Teigsskóg við Þorskafjörð, í þetta sinn m.a  til að segja ómerka lýsingu í ályktun Skógræktarfélags Reykjavíkur um það sem gerðist á aðalfundi S.Í. í ágúst sl.

Aðalfundurinn féllst ekki á tillögu stjórnar S.Í. um stuðning við vegarlagninguna og sendi hana aftur til stjórnarinnar. Þær staðhæfingar stjórnar S.Í. að það hafi nánast verið af tæknilegum ástæðum, sem aðalfundurinn sendi tillöguna aftur til stjórnar eru í öllum meginatriðum rangar og úr lausu lofti gripnar. Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur stendur við það að undirtektir í skógræktarnefnd aðalfundar hafi verið dræmar og að ályktun S.Í. um vegarlagninguna hafi verið í andstöðu við vilja aðalfundar eins og hann birtist í umræðum og með afgreiðslu tillögunnar. 

Þrátt fyrir málafylgju stjórnar S.Í. vakti tillagan hörð viðbrögð. Hún gekk þvert á tilgang S.Í. sem er að vernda og rækta skóga í landinu. Það er rangt að ósætti hafi verið um tillöguna vegna "óskýrleika í framsetningu" hennar. Ósætti var af þeim ástæðum að mönnum var misboðið með þessu óvænta framtaki stjórnarinnar. Með sama hætti er það hreinn tilbúningur að þorri fundarmanna hafi "verið þeirrar skoðunar að nauðsynlegt væri að umorða tillöguna." Rauði þráðurinn í umræðum var einmitt sá, hvernig það mætti vera að S.Í. gengi þannig fram þvert á tilgang félagsins. Afdrif tillögunnar réðust síðan af því, hvort henni skyldi vísað frá fundinum eða til stjórnar, en tillögur lágu fyrir um hvort tveggja. Þeir sem helst voru til andmæla lögðu loks til að henni yrði vísað til stjórnar. Með því er flytjanda tillögu sagt á kurteislegan hátt að tillaga hans njóti ekki fylgis. Fyrirmyndin að slíku verklagi er öllum ljós og þarf ekki að skýra nánar. Kjarni málsins er sá að stjórn S.Í. fékk ekki umboð fulltrúa skógræktarfélaga í landinu til að styðja ráðagerðir um umtalsverðan ruðning skóglendis, ef frá eru talin skógræktarfélög á Vestfjörðum.  Með því að bera á borð slíkar rangfærslur gerir hún hlut sinn síst betri.

Í yfirlýsingu stjórnar S.Í. segir að hún hafi hlustað á „raddir skógræktarmanna og fólksins sem býr við erfið samgönguskilyrði á Vestfjörðum“. Það vekur athygli, ekki bara hjá skógræktar- og náttúruverndarfólki víða um land, að S.Í. skuli með samþykkt sinni ganga fram eins væri hún kjördæmapólitísk samtök. Álit  íslenskra náttúru- og gróðurverndarsamtaka og jafnframt  Skógræktar ríkisins  og Umhverfisstofnunar  falla öll í sama farveg. Sú eyðilegging sem verður af vegalagningu eftir endilöngum skóginum er óafturkræf og spillir vistkerfi svæðisins til framtíðar. Með samþykkt sinni vildi stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur lýsa stuðningi sínum við verndun skógarins og andstöðu  við þau endaskipti sem stjórn S.Í. gerir á meginhlutverki sínu, með því að styðja að dýrmætum skógi sé eytt.

 

 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Nćsta > Síđasta >>

Niđurstöđur 1 - 12 af 329
 
Skógrćktarfélag Reykjavíkur   Elliđavatni, 110 Reykjavík - Sími 564 1770
www.veflausnir.is